Sport

Hjörtur setti nýtt heimsmet

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjörtur sló vikugamalt heimsmet um helgina.
Hjörtur sló vikugamalt heimsmet um helgina. mynd/íþróttafélag fatlaðra
Sundmaðurinn Hjörtur Már Ingvarsson, Firði, setti nýtt heimsmet í 1500 metra skriðsundi í flokki hreyfihamlaðra á Landsbankamótinu í Reykjanesbæ um síðustu helgi.

Hjörtur synti þá á 25.20,22 mín. Rúmri viku fyrir Landsbankamótið var heimsmetið í greininni sett í 26.00,21 mín.

Hjörtur sló það hins vegar með glæsibrag um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×