Lífið

Hinn 16 ára Harry Gardner með frumsamið lag um ömmu sína og salurinn hágrét

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt lag.
Fallegt lag.
Hinn 16 ára Harry Gardner mætti í Britains Got Talent á dögunum og gjörsamlega heillaði alla Breta upp úr skónum.

Þessi ungu maður frá Essex í Englandi hafði samið lag fyrir ömmu sína sem greindist með Alzheimer fyrir þremur árum og heitir lagið Not Alone.

Þessi sjarmerandi drengur settist við píanóið og galopnaði hjartað sitt með ótrúlegum flutningi sem sjá má hér að neðan.

Þessi drengur gæti farið langt í keppninni og flaug hann áfram í keppninni en Britains Got Talent er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×