Lífið

Amy Schumer og Ben Hanisch hætt saman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Schumer og Hanisch þegar allt lék í lyndi.
Schumer og Hanisch þegar allt lék í lyndi. vísir

Amy Schumer og Ben Hanisch eru hætt saman en þetta kemur fram í People og hefur talsmaður leikkonunnar staðfest fréttirnar.

Parið var sama í um eitt og hálft ár en Schumer birti síðast mynd af parinu saman þann 12. mars síðastliðin.

Sú mynd var tekin rétt fyrir verðlaunahátíðina Golden Globe. Hanisch mætti ekki með Schumer á frumsýningu á kvikmyndinni Snatched fyrr í þessum mánuði en hún fer með aðalhlutverkið í henni.

Í viðtali við útvarpsmanninn Howard Stern þann 3. maí sagði Schumer að parið væri enn saman og að allt væri í góðum málum.


Tengdar fréttir

Amy Schumer hefur fundið ástina

Grínistinn og leikkonan Amy Schumer er gengin út, en árið 2015 var heldur betur hennar og sló hún rækilega í gegn um allan heim. Kærastinn heitir Ben Hanisch og er 29 ára húsgagnahönnuður frá Chicago.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira