Lífið

Amy Schumer og Ben Hanisch hætt saman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Schumer og Hanisch þegar allt lék í lyndi.
Schumer og Hanisch þegar allt lék í lyndi. vísir

Amy Schumer og Ben Hanisch eru hætt saman en þetta kemur fram í People og hefur talsmaður leikkonunnar staðfest fréttirnar.

Parið var sama í um eitt og hálft ár en Schumer birti síðast mynd af parinu saman þann 12. mars síðastliðin.

Sú mynd var tekin rétt fyrir verðlaunahátíðina Golden Globe. Hanisch mætti ekki með Schumer á frumsýningu á kvikmyndinni Snatched fyrr í þessum mánuði en hún fer með aðalhlutverkið í henni.

Í viðtali við útvarpsmanninn Howard Stern þann 3. maí sagði Schumer að parið væri enn saman og að allt væri í góðum málum.


Tengdar fréttir

Amy Schumer hefur fundið ástina

Grínistinn og leikkonan Amy Schumer er gengin út, en árið 2015 var heldur betur hennar og sló hún rækilega í gegn um allan heim. Kærastinn heitir Ben Hanisch og er 29 ára húsgagnahönnuður frá Chicago.
Fleiri fréttir

Sjá meira