Tónlist

Migos með tónleika hér á landi í sumar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábærar fréttir fyrir rappunnendur landsins.
Frábærar fréttir fyrir rappunnendur landsins.

Rappsveitin Migos mun halda tónleika í Laugardalshöll þann 16. ágúst en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Þar segir að ein erlend stjarna eigi eftir að hita upp fyrir Migos og einn íslenskur listamaður. Miðasala hefst 2. júní.

Í október 2016 gáfu Migos út lagið Bad and Boujee  með Lil Uzi Vert sem fór beint á topp Billboard Hot 100 listann og er nú tilnefndur til Billboard Music Awards sem Besta rapplagið og Besta rappsamstarfið.

Þetta var fyrsta lagið af plötunni Culture sem kom út í janúar á þessu ári við mikinn fögnuð rappaðdáenda um allan heim. Miðasalan fer fram á tix.is.

Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, fimmtudaginn 1. júní kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira