Tónlist

Migos með tónleika hér á landi í sumar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábærar fréttir fyrir rappunnendur landsins.
Frábærar fréttir fyrir rappunnendur landsins.

Rappsveitin Migos mun halda tónleika í Laugardalshöll þann 16. ágúst en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Þar segir að ein erlend stjarna eigi eftir að hita upp fyrir Migos og einn íslenskur listamaður. Miðasala hefst 2. júní.

Í október 2016 gáfu Migos út lagið Bad and Boujee  með Lil Uzi Vert sem fór beint á topp Billboard Hot 100 listann og er nú tilnefndur til Billboard Music Awards sem Besta rapplagið og Besta rappsamstarfið.

Þetta var fyrsta lagið af plötunni Culture sem kom út í janúar á þessu ári við mikinn fögnuð rappaðdáenda um allan heim. Miðasalan fer fram á tix.is.

Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, fimmtudaginn 1. júní kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst.
Fleiri fréttir

Sjá meira