Enski boltinn

Íslendingar geta nú hjálpað Gylfa að eignast nafna í Swansea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á Old Trafford um helgina.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á Old Trafford um helgina. Vísir/Getty
Rhys Stranaghan og Sammy Jo Moriarty eru frá Swansea og eiga von á barni saman á næstunni.

Hvað það kemur það okkur Íslendingum við? Jú lesendur Vísis geta hjálpað íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni að eignast nafna í Swansea.

Rhys Stranaghan fékk leyfi frá unnustu sinni að barnið fengi nafnið Gylfi ef hann næði að safna tíu þúsund „like-um“ á færslu sína á fésbókinni.

Það þarf ekki að koma á óvart að Gylfi sé elskaður og dáður í Swansea enda búinn að vera besti leikmaður Swansea-liðsins undanfarin ár.

Gylfi er meðal annars búin að eiga þátt í meira en helmingi marka liðsins á þessu tímabili, hefur skorað 9 og gefið 12 stoðsendingar að auki.

Það er hægt að sjá færslu Rhys Stranaghan hér fyrir neðan og gefa henni „like“ og um leið auka líkurnar á því að Gylfi eignist nafna í Swansea seinna á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×