Erlent

Obama lýsir yfir stuðningi við Macron

Samúel Karl Ólason skrifar
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi sem fara fram á sunnudaginn. Hann segir kosningarnar vera mikilvægar og að velgengni Frakklands skipti allan heiminn miklu máli.

Hann sagði enn fremur að hann og Macron hefðu rætt saman nýlega og að hann hefði dáðst að kosningabaráttu hans.

Stuðningsyfirlýsingu Obama má sjá hér að neðan en lauslega þýtt sagði hann:

„Ég hef ávallt verið þakklátur fyrir vinskap frönsku þjóðarinnar og þeirra vinnu sem við unnum saman þegar ég var forseti Bandaríkjanna. Ég stefni ekki á að koma að mörgum kosningum, nú þegar ég þarf ekki að bjóða mig fram til embættis aftur, en frönsku kosningarnar eru mjög mikilvægar framtíð Frakklands og framtíðar þeirra gilda sem skipta okkur svo miklu.

Velgengni Frakklands skiptir allan heimin máli. Ég hef dáðst að kosningabaráttu Emmanuel Macron. Hann hefur staðið fyrir frjálslynd viðhorf. Hann býr yfir framtíðarsýn fyrir hið mikilvæga hlutverk Frakklands í Evrópu og um allan heimin og hann er staðráðinn í að byggja upp betri framtíð fyrir íbúa Frakklands.

Hann höfðar til vona fólks en ekki ótta þeirra og ég naut þess að ræða nýverið við Emmanuel um sjálfstæða hreyfingu hans og framtíðarsýn hans fyrir Frakkland.

Ég veit að þið standið frammi fyrir miklum áskorunum og ég vil að allir vinir mínir í Frakklandi viti hve mikið ég óska ykkur velfarnaðar. Vegna þess hve mikilvægar þessar kosningar eru vil ég einnig að þið vitað að ég styð Emmanuel Macron í að leiða ykkur fram á við. En Marche, Viva le France.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×