Enski boltinn

Koeman dreymir um að stýra Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Koeman hefur gert fína hluti með Everton.
Koeman hefur gert fína hluti með Everton. vísir/getty
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, á sér draum um að stýra Barcelona.

Koeman lék með Barcelona á árunum 1989-95 og var seinna aðstoðarmaður Louis van Gaal hjá félaginu.

Luis Enrique hættir með Barcelona eftir tímabilið og Koeman er einn þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem eftirmaður hans.

„Ég er upp með mér og met það mikils að þeir hugsi um mig. Allir vita að ég er Börsungur. Þeir eru meðvitaðir um ást mína á félaginu þar sem ég þroskaðist sem leikmaður og manneskja,“ sagði Koeman.

„Ég á mér tvo drauma sem stjóri. Annars vegar er það að þjálfa hollenska landsliðið, sem ég hefði getað gert en skuldbinding mín við Everton kom í veg fyrir það. Hins vegar er það að stýra Barcelona.“

Koeman hefur gert fína hluti með Everton og langar að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu.

„Við erum með kraftmikið og metnaðarfullt verkefni hérna. Við ætlum að styrkja okkur eins vel og við getum til að reynast að komast í Meistaradeildina,“ sagði Koeman.

Koeman skorar markið sem tryggði Barcelona fyrsta Evrópumeistaratitilinn í sögu félagsins.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×