Enski boltinn

Sannfærðir um að Costa fari til Kína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Costa.
Diego Costa. Vísir/Getty
Kínverska félagið Tianjin Quanjian ætlar sér að fá sóknarmanninn Diego Costa frá Chelsea í sínar raðir í sumar. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Shu Yuhui, eigandi félagsins, hefur látið hafa eftir sér í kínverskum fjölmiðlum að hann hafi komist að munnlegu samkomulagi við 2-3 stjörnur um að spila með liðinu.

Samkvæmt heimildum Sky Sports er Costa eftur á óskalista félagsins en önnur lið í Kína hafa reynt að lokka Costa til sín en án árangurs.

Yuhui er sagður reiðubúinn að meira en fjórfalda launin sem Costa fær hjá Chelsea og gera hann um leið að launahæsta leikmanni heims.

Costa hefur spilað vel með Chelsea á tímabilinu og skorað alls 24 mörk fyrir liðið í öllum keppnum. Hann er samningsbundinn Chelsea í tvö ár til viðbótar.

Opnað er fyrir félagaskipti í Kína þann 19. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×