Erlent

Fyrstu tölur í Frakklandi benda til öruggs sigurs Macron

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Emmanuel Macron
Emmanuel Macron Vísir/EPA
Allir kjörstaðir hafa nú lokað í Frakklandi og benda fyrstu tölur til þess að Emmanuel Macron verði 25. forseti Frakklands með 65,1 prósent atkvæða. Andstæðingur hans, Marine Le Pen mælist með 35,9 prósent. 

Fyrstu tölur eru yfirleitt taldar gefa nokkuð skýra mynd af úrslitunum.

Áður höfðu skoðanakannanir spáð Macron sigri, en hann mældist með rúmlega sextíu prósent fylgi samkvæmt niðurstöðum fjögurra skoðanakannanna sem hafa verið gerðar í dag.

Hann yrði yngsti forseti í sögu Frakklands, 39 ára gamall. Sigur hans þykir mikið afrek, en þangað til nýlega var hann óþekktur, hann hefur aldrei áður verið kjörinn í pólitískt embætti og stjórnmálaflokkur hans, En Marche!, var stofnaður fyrir ári síðan.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir.

„Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×