Handbolti

Guðjón Valur Sigurðsson: Gríðarlegur styrkur að klára þetta

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Strákarnir þjöppuðu sér saman í kvöld.
Strákarnir þjöppuðu sér saman í kvöld. vísir/eyþór
Það þarf ekkert að fjölyrða um mikilvægi leiksins upp á framhaldið að gera en tap í Laugardalshöllinni í kvöld hefði sett íslenska liðið í afar slæma stöðu.

"Við horfðum klárlega á þetta sem úrslitaleik. Það sást kannski, var smá taugatitringur. En frábært hvernig við höndluðum pressuna og að sigla þessu heim var gríðarlega mikilvægt," sagði fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson.

Ísland var með fjögurra marka forystu þegar skammt var til leiksloka en þegar flautað var til leiksloka var munurinn aðeins eitt mark.

"Það fór ekkert of mikið um mig. Þetta leit vel út þegar tíu mínútur voru eftir. Við vorum fjórum mörkum yfir og áttum séns á að komast fimm mörkum yfir. En við vorum fljótir að missa þetta niður í tvö. Og því segi ég að styrkurinn var gríðarlegur að ná að klára þetta," sagði Guðjón Valur.

"Við vildum spila almennt betur en í Makedóníu. Vörnin gekk miklu betur. Ekki framan af en við leystum það. Bjarki [Már Gunnarsson] steig stórkostlega upp í seinni hálfleik og braut þeirra sóknir niður hvað eftir annað. Og allir strákarnir í heild sinni. Við gerðum það betur. Ólafur [Guðmundsson] ætlaði heldur betur að sýna sig og sanna og gerði það, heldur betur. Rúnar [Kárason] skoraði líka nokkur mikilvæg mörk. Og það þarf ekkert að fjölyrða um hversu góður Aron er. Mér fannst allir leggja mikið til liðsins í dag," sagði Guðjón Valur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×