Handbolti

Ólafur Guðmundsson: Við náðum að rugla aðeins í þeim með breyttum varnarleik

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Ólafur var flottur í kvöld.
Ólafur var flottur í kvöld. vísir/eyþór
Ólafur Guðmundsson var atkvæðamestur leikmanna Íslands í leiknum. Hann skoraði 7 mörk og átti glimmrandi leik, tók oft á tíðum frumkvæði og var óhræddur við að láta til sín taka, bæði í vörn og sókn.

"Ég er rosalega ánægður með þennan sigur. Kannski svolítið tæpt í lokinn en tvö mikilvæg stig og við þurftum bara að vinna hér í dag. Þetta var frábært," sagði glaður Ólafur Guðmundsson eftir leikinn.

"Við klúðruðum svolítið mörgum dauðafærum en munurinn á þessum leik og leiknum í Skopje var kannski sá að við vorum að leiða í seinni hálfleik og það er þægilegra. Við náðum að byggja upp smá forskot og höfðum smá svigrúm í lokinn," sagði Ólafur og bætti við að varnarleikurinn hafi verið betri í þessum leik en í þeim síðari.

"Við fórum í 5-1 vörn og náðum að rugla þá aðeins. Tókum taktinn úr þeirra spili og ég myndi segja að það hafi virkað. Það var kannski engin stór breyting en þeir þurftu að fara út úr sínu kerfi og það virkaði í dag," sagði Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×