Lífið

Björn hræddi líftóruna úr hjólreiðamönnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir hjólreiðamenn komust í hann krappan í Malinô Brdo skíða- og hjólreiðagarðinum í Slóvakíu. Þar sem þeir voru á mikilli ferð niður brekku í garðinum hóf stærðarinnar björn að elta annan þeirra. Sá aftari náði atvikinu á myndband sem birt var á Youtube í dag.

Björninn elti fremri hjólreiðamanninn um skeið, en sá aftari gargaði á hann og reyndi að vara hann við. Björninn hætti svo eltingaleiknum og breytti um stefnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×