Lífið

Tævanskir leikarar auglýsa te á íslensku: „Heldurðu að það sé hægt að fela lyktina?“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Íslenskan er víða.
Íslenskan er víða. Vísir
Sumir segja að íslenskan sé í útrýmingarhættu en engu að síður leynist hún víða, meðal annars í tævanskri auglýsingu þar sem verið er að auglýsa te.

Það má sjá konu banka upp á hjá manni í afskekktum fjallakofa. Svo virðist sem að hún hafi runnið á lyktina en maðurinn er að drekka te-ið sem verið er að auglýsa.

Þetta væri vart í frásögu færandi nema hvað leikararnir ræða saman á íslensku og fylgir tævanskur texti með.

„Hvernig fannstu mig?“ spyr maðurinn á íslensku og fær til baka svarið „Ég fann lyktina.“ Maðurinn spyr þá hvernig hún hafi fundið lyktina.

„Heldurðu að það sé hægt að fela lyktina?“ svarar konan áður en að samræðurnar halda áfram á íslensku.

Fjallað er um auglýsinguna á ske.is. Þar er sagt frá því að Studio Reflex, íslenskt upptökustúdió, hafi fengið það verkefni fyrr á árinu að búa til kennslumyndband fyrir erlenda leikara með það að markmiði að kenna leikurunum að bera fram íslensk orð og setningar.

Úr varð þessi auglýsing sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×