Innlent

Leitin að kajakræðurunum: Segja það hafa skipt sköpum að tvær þyrlur komu á staðinn

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Ernir
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar björguðu tveimur mönnum úr sjónum við Þjórsárós í gærkvöldi. Lögreglan á Suðurlandi segir það mat manna að það hafi skipt sköpum við björgunina að tvær þyrlur hafi komið á staðinn en ölduhæð var mikil.

Björgunarsveitir af Suðurlandi og Vestmannaeyjum auk sjö sérhæfðra björgunarsveitarmanna af höfuðborgarsvæðinu og tóku þátt í víðtækri leitaraðgerð að tveimur kajakræðurum við mynni Þjórsár í gær eftir að tilkynning barst klukkan 21.13 um tvo menn í vandræðum á kajökum í briminu við ósinn.

Þyrlur Gæslunnar, björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla fóru þegar á staðinn. Þegar björgunarlið kom á vettvang sáust kajakarnir á hvolfi austan við ósinn. Voru björgunarsveitir í sambandi við annann manninn og komu þyrluáhafnirnar auga á mennnina í briminu, vestan við ósinn.

Það tókst að hífa annan manninn upp í aðra þyrluna og hinn síðar í hina þyrluna. Flogið var með mennina á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn þessa slys en ekki er vitað um líðan manna á þessari stundu.

Í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi segir að ölduhæð hafi verið svo mikil að ekki var unnt að koma út björgunarbátum og hafi það verið mat lögreglumanna á staðnum að þð hafi skipt sköpum við björgunina að tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafi komið á staðinn.


Tengdar fréttir

Leituðu að kajakræðurum við Þjórsá

Björgunarsveitir af Suðurlandi og Vestmannaeyjum auk sjö sérhæfðra björgunarsveitarmanna af höfuðborgarsvæðinu og þyrlu Landhelgisgæslunnar taka nú þátt í víðtækri leitaraðgerð að tveimur kajakræðurum við minni Þjórsár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×