Lífið

Will Ferrell sneri aftur sem George W. Bush og gerði óspart grín að Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Will Ferrell sem George W. Bush.
Will Ferrell sem George W. Bush. Vísir
Háðfuglinn Will Ferrell brá sér aftur í líki George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna í sérstökum þætti af Full Frontal með Samantha Bee sem sjónvarpað var í gær.

Þátturinn gerði grín að árlegum kvöldverði blaða- og fjölmiðlamanna í Washington sem haldinn var í gær. Venjulega er mikið um dýrðir og mæta sitjandi forsetar iðulega til þess að grínast og láta gera grín að sjálfum sér. Donald Trump mætti þó ekki í þetta sinn.

Þegar Bush var forseti sá Will Ferrell um að herma eftir honum í Saturday Night Live þáttunum, líkt og Alec Baldwin gerir nú með sitjandi forseta. Það er þó langt síðan Ferrell hefur farið í gervi Bush.

Ferrell var á sviði í fimm mínútur og var Trump aðalefni atriðisins en það fyrsta sem Ferrell sagði á sviðinu var: „Hvernig líkar ykkur við mig núna,“ en þrátt fyrir miklar vinsældir í fyrstu varð Bush afar óvinsæll sem forseti undir lokin.

SJá má atriðið í heild sinni hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×