Innlent

Hlýtt loft á leiðinni: Spáð allt að 20 stiga hita

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það verður hlýtt í vikunni.
Það verður hlýtt í vikunni. Mynd/Veðurstofa Íslands
Gert er ráð fyrir hlýindum í vikunni, allt að 20 stigum. Samfara þessu hlýja lofti má búast við leysingum vítt og breytt um landið.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands þar sem birt er kort af norðurhveli jarðar. Þar sést að töluvert af hlýju lofti er á leið til landsins á sama tíma og svalara er yfir Skandinavíu og Bretlandseyjum.

Veðurhorfur á landinu

Vaxandi suðaustanátt í kvöld og nótt, 13-18 m/s á morgun og rigning. Heldur hægari vindur og þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Suðaustan 13-20 m/s með rigningu og súld, en heldur hægari og bjart um landið norðaustanvert. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á miðvikudag:

Suðaustan 5-13 m/s á Suður- og Vesturlandi, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 10 til 16 stig. Hægari suðlæg átt á Norður- og Austurlandi, yfirleitt léttskýjað og hiti 14 til 20 stig.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:

Hæg breytileg átt, víða léttskýjað og hiti 13 til 20 stig. Sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna og mun svalara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×