Lífið

Ricky Gervais í Reykjavík: Heldur áfram að gera grín að "vinaleysi“ kærustunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Ricky Gervais mun vera með uppistand í Hörpu í kvöld.
Ricky Gervais mun vera með uppistand í Hörpu í kvöld. Instagram/AFP

Breski grínarinn Ricky Gervais er nú staddur í Reykjavík en hann mun vera með uppistand í Hörpu í kvöld.

Gervais birti mynd á Instagram-síðu sinni í morgun af kærustu sinni Jane Fallon á Skólavörðustíg þar sem með fylgir textinn: „Jane að versla í [Reykjavík] með öllum vinum sínum.“ Jane er ein á myndinni.

Þetta er engan veginn í fyrsta sinn sem Gervais gerir grín að „vinaleysi“ Fallon en hann hefur margoft birt svipaðar myndir með svipuðum myndatexta á samfélagsmiðlum eins og sjá má að neðan.

Gervais og Fallon hafa verið í sambandi frá árinu 1982.

Jane, shopping in Reykjavic with all her friends.

A post shared by Ricky Gervais (@rickygervais) on


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira