Íslenski boltinn

Guðmundur Andri framlengdi við KR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Andri ásamt Jónasi Kristinssyni, framkvæmdastjóra KR, eftir að búið var að skrifa undir.
Guðmundur Andri ásamt Jónasi Kristinssyni, framkvæmdastjóra KR, eftir að búið var að skrifa undir. mynd/kr

Hinn bráðefnilegi Guðmundur Andri Tryggvason skrifaði í dag undir nýjan samning við KR.

Nýi samningurinn er til ársins 2018 og var skrifað undir hann í æfingaferð KR-inga á Spáni.

Guðmundur Andri er fæddur árið 1999 og er sonur markahróksins Tryggva Guðmundssonar.

Hann hefur verið að feta sig meir og meir inn í meistaraflokkslið félagsins og sýnt afar lipur tilþrif er hann hefur fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Fleiri fréttir

Sjá meira