Innlent

Hringdi hundrað sinnum í 112 að tilefnislausu

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var að lokum handtekinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Maðurinn var að lokum handtekinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty

Ölvaður einstaklingur hringdi að tilefnislausu vel á annað hundrað símtöl til neyðarlínunnar 112 á einum sólarhring í vikunni.

Var lögreglunni á Suðurnesjum gert viðvart um háttsemi mannsins þegar hann hafði hringt hundrað símtöl og fóru lögreglumenn á heimili hans og ræddu við hann. Lögregla útskýrði þar fyrir manninum um alvarleika þess athæfis að hefta línur neyðarlínunnar.

„Ekki dugði það til því eftir það hringdi hann samtals 54 símtöl í 112. Þegar lögreglumenn fóru heim til hans í fjórða sinn brást hann illa við með æsingi og ógnandi framkomu. Hann var því handtekinn og vistaður í fangaklefa meðan áfengisvíman var að renna af honum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira