Lífið

Aron Can spilar á Þjóðhátíð

Samúel Karl Ólason skrifar
Aron Can.
Aron Can. Vísir/Ernir

Rapparinn Aron Can mun koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. Hann er einn allra vinsælasti tónlistarmaður landsins um þessa mundir en lagið Fullir vasar er eitt mest spilaða lagið hér á landi undanfarna mánuði.

Fyrir er búið að gefa út að fjölmargir aðrir listamenn og hljómsveitir muni koma fram. Þar á meðal eru: Emmsjé Gauti, Frikki Dór, Hildur, Skítamórall, Rigg ásamt Selmu, Regínu, Friðrik Ómari og Eyþóri Inga, Herra Hnetusmjör, Alexander Jarl, Stuðlabandið og Brimnes.

Forsala miða á Þjóðhátíð stendur nú yrir á dalurinn.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira