Lífið

Corden og Hathaway taka Rom Com á nokkrum mínútum

Samúel Karl Ólason skrifar

Þáttastjórnandinn James Corden og leikkonan Anne Hathaway tóku sig til á dögunum og léku og sungu heila rómantíska grínmynd á einungis nokkrum mínútum. Slíkar myndir eru Hathaway alls ekki ókunnugar og því óhætt að segja að hún sé vön þessu.

Atriðið sem um ræðir byrjar á því að Þau rekast á hvort annað út á leið í lyftu og svo fylgir söguþráðurinn nokkuð fyrirsjáanlegri leið.

Bæði eru þau þó góðir söngvarar og niðurstaðan er skemmtileg.

Síðast gerði Corden atriði sem þetta með henni Önnu Kendrick.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira