Fótbolti

Stærstu lið MLS leika í sérstökum plast-treyjum á morgun

 Til að vekja athygli á plastmengun í sjónum hafa fjögur lið í MLS-deildinni í Bandaríkjunum ákveðið í samstarfi við Adidas að leika einn leik í treyju sem gerð er úr endurunnu plasti úr sjónum.

Liðin sem um ræðir eru New York City FC, Seattle Sounders, Orlando City og LA Galaxy en meðal leikmanna innan þessarra liða má nefna Andrea Pirlo, David Villa, Ashley Cole, Kaka og Clint Dempsey.

Kemur plastið sem notað var við gerð búninganna úr sjónum í kringum Maldaví-eyjar en það þurfti tuttugu flöskur úr sjónum til þess að framleiða eina treyju.

Fara leikirnir fram á morgun í tilefni degi jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×