Innlent

Lögreglumenn fengu ónot frá ökumönnum sem voru sektaðir fyrir að leggja ólöglega

Birgir Olgeirsson skrifar
Eitt þeirra ökutækja sem var ólöglega lagt við Ásgarð í Garðabæ.
Eitt þeirra ökutækja sem var ólöglega lagt við Ásgarð í Garðabæ. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði rúmlega eitt hundrað eigendur bíla sem var lagt ólöglega við Ásgarð í Garðabæ um liðna helgi. Þar var haldið fjölmennt íþróttamót en lögreglan segir að því miður hafi ökumenn lagt bílum sínum afar illa en það versta hafi verið framkoma eigenda bílanna í garð lögreglumanna.

„Margir töldu eðlilegt að leggja uppi á gangstéttum þar sem íþróttamót væru í gangi. Vert er að taka fram að það að íþróttakappleikur fari fram, þýðir það ekki að leggja megi þvers og kruss, en lögreglan hefur haft sérstakt eftirlit með þessháttar uppákomum síðustu sumar og svo verður einnig í sumar. Ástæðan er einfaldlega sú að slæmar lagningar koma niður á þeim sem nota gangstéttir og kvarta þeir iðulega til lögreglu vegna þessa,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í Facebook-færslu.

Minnir hún að lokum ökumenn á að leggja löglega og virða rétt annarra til að fara um. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×