Innlent

Skjálfti í Bárðarbungu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir
Jarðskjálfti upp á 3,3 stig varð í norðanverðri Bárðarbunguöskju um klukkan 19 í gærkvöldi. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið en þeir voru allir vægari og þykja skjálftarnir ekki boða nein frekari tíðindi.

Að öðru leyti hefur verið rólegt á svæðinu og öðrum skjálftasvæðum landsins.

Samkvæmt samantekt Veðurstofunnar mældust samtals 490 skjálftar vikuna 10. til 16. apríl, þar af rúmlega 50 í Kötluöskjunni og 28 í Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn var 4,6 að stærð og var hluti af hrinu sem var um 17 kílómetrum vestsuðvestur af Reykjanestá 10. apríl síðastliðinn. Tveir smáskjálftar mældust við Heklu, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×