Íslenski boltinn

Valskonum spáð titlinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valskonur unnu Lengjubikarinn á dögunum. Þær munu lyfta þeim stóra í lok sumars samkvæmt spánni.
Valskonur unnu Lengjubikarinn á dögunum. Þær munu lyfta þeim stóra í lok sumars samkvæmt spánni. vísir/anton
Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna.

Spáin var opinberuð á kynningarfundi Pepsi-deildar kvenna nú í hádeginu.

Aðeins munaði tveimur stigum á liðunum í spánni og Íslandsmeistarar Stjörnunnar þurfa að sætta sig við brons gangi spáin eftir.

Grindavík og Haukar eru nýliðar í deildinni og hafa menn og konur mun meiri trú á Grindvíkingum en Haukum sem er spáð neðsta sæti.

Spáin:

1. Valur - 268 stig

2. Breiðablik - 266

3. Stjarnan - 253

4. Þór/KA - 215

5. ÍBV - 180

6. KR - 140

7. Grindavík - 111

8. FH - 98

9. Fylkir - 75

10. Haukar - 44




Fleiri fréttir

Sjá meira


×