Innlent

Veggjatítlur fljúga en eru vandlátar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Veggjatítlurnar uppgötvuðust í þessu húsi við Austurgötu í Hafnarfirði þegar íbúarnir fóru í smávægilegar framkvæmdir á dögunum.
Veggjatítlurnar uppgötvuðust í þessu húsi við Austurgötu í Hafnarfirði þegar íbúarnir fóru í smávægilegar framkvæmdir á dögunum. vísir/ernir
„Veggjatítlur geta flogið. Á heitasta tíma sumars fljúga þær út úr húsum og geta flogið inn í næsta hús þess vegna. Þær þurfa þá sólarhita til þess. Þær væru ekki að fljúga núna til dæmis,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra.

Annað slíkt dæmi kom upp í sama hverfi árið 2010. „Þær geta flogið milli húsa og yfir í þarnæsta hús en þá þurfa að vera aðstæður fyrir þær til að setjast að. Þær setjast ekki að í hvaða húsi sem er,“ segir Erling.

„Venjulega er þetta fylgifiskur þess að húsin eru illa farin að öðru leyti líka, það þarf góðan raka í viðnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×