Innlent

Hundrað lítrar af matarafgangasúpu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Dóra hrærir í dýrindis grænmetissúpu sem er gerð úr grænmeti sem átti að henda
Dóra hrærir í dýrindis grænmetissúpu sem er gerð úr grænmeti sem átti að henda vísir/egill

Í dag er alþjóðlegur diskósúpudagur og af því tilefni stóð Slow food Reykjavík fyrir súpustuði í Sjávarklasanum í dag. Þar kom fólk saman og bjó til súpu úr matarafgöngum undir hressandi tónum plötusnúðs.

„Við erum að vekja athygli á matarsóun. Við höfðum samband við birgja og búðir og fengum grænmeti sem átti að henda. Og hér er fólk komið til að græja og gera - og þetta er einn af 180 súpudiskóviðburðum í dag," segir Dóra Svavarsdóttir, diskósúpustjóri.

Samkvæmt opinberum tölum eru 55 milljónir manns í Evrópu við hungurmörk - en á sama tíma er verið að henda mat, í Evrópu, sem myndi duga handa 490 milljónum manna. En hvað ætli þetta grænmeti sem átti að henda hér á Íslandi geti mettað marga munna?

„Þetta eru 100 lítrar af súpu - þannig að þetta er full máltíð handa 200 til 300 manns. Og þetta átti að fara í ruslið," segir Dóra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira