Lífið

Birnir, Sturla Atlas og Gísli Pálmi troða upp saman um Páskana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það má búast við miklu fjöri.
Það má búast við miklu fjöri.
Á miðvikudagskvöldið fer fram risa páskapartí í Gamla Bíó og koma þeir Birnir, Sturlu Atlas og Gísla Pálmi fram.

Allir þessir tónlistarmenn eiga það sameiginlegt að hafa verið að gera frábæra hluti undanfarið og má því búast við miklu stuði.

Birnir er ungur rappari úr Kópavoginum sem hefur verið að geta sér gott orðspor og verið duglegur að koma með nýtt efni. Hljómsveitin Sturla Atlas er nýlega búin að gefa frá sér nýtt efni sem hefur fengið góðar viðtökur og Gísla Pálma þarf ekki að kynna fyrir neinum.

Þegar blaðamaður ræddi við skipuleggjendur tónleikana var gott í þeim hljóðið og væri verið að undirbúa tónleikana. Hér má sjá sérstakt kynningarmyndband um tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×