Íslenski boltinn

Robbie Crawford skoraði fyrir FH eftir 19 mínútur í fyrsta leik | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Robbie Crawford, nýr skoskur leikmaður FH í Pepsi-deild karla í fótbolta, er þessa stundina að spila sinn fyrsta leik fyrir Hafnafjarðarliðið en þegar þetta er skrifað eru Íslandsmeistararnir 1-0 yfir á móti Breiðabliki í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Crawford skoraði markið sem kom FH yfir á 19. mínútu en fyrsta mark hans fyrir meistarana var afskaplega huggulegt. Skotinn fékk sendingu frá Kristjáni Flóka Finnbogasyni og skoraði með góðu skoti eftir fallega fótavinnu.

Þessi fyrrverandi leikmaður Rangers kom til FH úr skosku utandeildinni í síðustu viku og er strax kominn á blað.

Markið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×