Lífið

Eyddu sex árum í að smíða bíl sem er einnig heitur nuddpottur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur betur kósý bíll.
Heldur betur kósý bíll.
Mennirnir á bakvið Barcroft TV er gríðarlegir fagmenn og taka oft á tíðum upp á því að smíða eitthvað ótrúlega nytsamlegt.

Þeir félagarnir bjuggu einu sinni til bíl sem var í leiðinni heitur pottur. Svo hægt sé nú að keyra í heitum potti.

Mennirnir á bakvið þessa hönnun eru þeir Phil Weicker og Duncan Forster sem breyttu Cadillac, árgerð 1969, í keyrandi heitan pott.

Þeir keyptu bílinn á 800 dollara og gerðu hann síðan upp frá a-ö. Það tók heil sex ár að klára verkið og er útkoman algjörlega stórkostlegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×