Íslenski boltinn

Atli farinn frá Breiðablik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atli í leik með Blikum.
Atli í leik með Blikum. vísir/vilhelm
Atli Sigurjónsson hefur yfirgefið Pepsi-deildarlið Breiðabliks, en hann hefur leikið með liðinu frá 2015. Þetta kemur fram á blikar.is, en greint var frá á Fótbolta.net.

Atli hefur leikið með Blikum frá því árið 2015, en þá kom hann frá KR. Í 49 leikjum fyrir Breiðablik skoraði Atli átta mörk, en hann spilaði 14 leiki á síðustu leiktíð og skoraði í þeim tvö mörk.

Akureyringurinn hefur ekki samið við neitt lið, en hann er uppalinn hjá Þór. Breiðablik og Atli komust að samkomulagi um að binda enda á samning Atla við félagið.

„Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Atla fyrir gott samstarf og góð kynni og óskar honum hins besta í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur," segir í tilkynningu frá Breiðablik.

„Atli vill jafnframt þakka Breiðabliki fyrir sinn tíma hjá félaginu og óskar liðinu alls hins besta í ár og á komandi árum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×