Fótbolti

Torres: Engin ástæða fyrir Griezmann að fara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Torres og Griezmann fagna marki þess síðarnefnda gegn Leicester í fyrradag.
Torres og Griezmann fagna marki þess síðarnefnda gegn Leicester í fyrradag. vísir/getty
Fernando Torres hvetur Antoine Griezmann til að halda kyrru fyrir hjá Atlético Madrid.

Griezmann hefur verið þrálátlega orðaður við Manchester United á undanförnum mánuðum.

Torres segir að Frakkinn eigi ekki að fara neitt því hann sé á besta mögulega staðnum til að ná markmiðum sínum.

„Hvar getur hann haft það betra en hjá Atlético? Vonandi verður hann áfram hjá okkur,“ sagði Torres um liðsfélaga sinn.

„Þú getur farið til margra félaga en þau geta ekki boðið það sama og Atlético núna; að berjast á toppnum í spænsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Það er engin ástæða til að fara.“

Torres var í svipaðri stöðu þegar hann ákvað að fara frá Liverpool til Chelsea í janúar 2011.

„Talandi um Griezmann, þá var ég í þessari stöðu þegar ég vildi verða sá besti og fara til félags sem gæti hjálpað mér að ná þeim markmiðum,“ sagði Torres.

„Staðan varð aðeins öðruvísi hjá mér þegar Rafa Benítez, Javier Mascherano og Xabi Alonso fóru allir og loforð eigendanna stóðust ekki. Ég hafði allt hjá Liverpool en svo seldu þeir bestu leikmennina og knattspyrnustjórinn fór. Við vorum ekki að búa til sigurlið. Það var raunveruleikinn. Staðan breyttist mikið á hálfu ári.“

Griezmann skoraði eina mark leiksins þegar Atlético bar sigurorð af Leicester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrradag. Hann hefur alls skorað 24 mörk í vetur.


Tengdar fréttir

Griezmann bjargaði stiginu

Real Madrid og Atletico Madrid gerði 1-1 jafntefli í borgarslagnum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram á Santiago Bernabeu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×