Lífið

Tók mynd af tíu ára syni sínum og hákarli sem photobombaði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svakaleg tilviljun
Svakaleg tilviljun
Brimbrettasportið er gríðarlega vinsælt í Ástralíu og byrja börn oft á tíðum mjög ung að stunda sportið.

Chris Hasson lenti í heldur óhugnanlegri lífsreynslu snemma á þessu ári. Þá var hann að taka myndir af tíu ára syni sínum, Eden Hasson, í miðri öldu. Hann áttaði sig fljótalega á því að það var hákarl að synda beint fyrir neðan son sinn.

Ástæðan fyrir því var að maðurinn sá hákarlinn einfaldlega á myndinni sem hann tók. Hann semsagt laumaði sér inn á myndina eða það sem flestir kalla að photobomba.

„Ég kallaði fljótalega á strákinn og sagði honum að koma,“ segir Hasson í samtali við AP.

„Drengurinn sá móta fyrir einhverju inni í öldunni. Svo fann hann einnig fyrir einhverju þegar hann fór með öldunni. Hann sá samt ekkert hákarlinn fyrr en ég sýndi honum myndina.“

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×