Lífið

Páskabónorð á Ísafirði: Axel fór á skeljarnar á sviðinu hjá Páli Óskari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlega fallegt .
Ótrúlega fallegt .
Axel Ingi Árnason og Jóhann Frímann Rúnarsson eru trúlofaðir en Axel Ingi skellti sér á skeljarnar um páskana.

Það sem gerir söguna einstaka er að Axel fékk Pál Óskar Hjálmtýsson með sér í lið og bað hann kærastans á miðju sviðinu á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Það var akureyrski miðilinn Kaffið sem greindi fyrst frá, en Axel er einmitt að norðan.

Páll Óskar kallaði strákana upp á svið og Axel spurði makann spurninguna sem allir vilja fá. Jóhann sagði já og allt varð vitlaust í höllinni en hér að neðan má sjá myndband af bónorðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×