Sport

Kolli ætlar að rota Bosníumann um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn „Kolli“ Kristinsson.
Kolbeinn „Kolli“ Kristinsson. vísir/valli
Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson stígur inn í hringinn um helgina í sínum níunda atvinnumannabardaga.

Kolbeinn hefur unnið alla sína átta bardaga til þessa og ætlar að rota Bosníumanninn Jasmin Hasic um helgina í Sundsvall í Svíþjóð. Hann hefur unnið síðustu fjóra bardaga sína með rothöggi.

Bosníumaðurinn hefur unnið átta bardaga og tapað þremur. Hann er 29 ára gamall. Fimm af átta sigrum hans hafa komið með rothöggi.

„Seinustu tveir andstæðingar áttu ekkert erindi á móti mér og ég er búinn að segja við alla í mínu teymi að ég nenni ekki að fara á móti fleiri pappakössum. Ég er á þeim stað á mínum ferli að ég þarf að fá að boxa við almennilega andstæðinga,“ segir Kolbeinn í fréttatilkynningu.

„Jasmin Hasic er á pappírunum öflugri en þeir sem ég hef mætt áður og ég er ánægður með það. Ég sé þó ekki fyrir mér að hann sé að fara að valda mér miklum vandræðum. Hann mun kyssa strigann áður en bjallan glymur. Alveg eins og síðustu fjórir sem ég sem hef mætt.“

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×