Körfubolti

Góðar fréttir fyrir körfuboltalandsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Batum spilar með Charlotte Hornets í NBA-deildinni vestanhafs.
Batum spilar með Charlotte Hornets í NBA-deildinni vestanhafs. vísir/getty
Svo gæti farið að Nicolas Batum myndi ekki spila með franska körfuboltalandsliðinu á EM í haust.

Þetta eru góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið sem er með því franska í riðli á EM.

Batum spilar með Charlotte Hornets í NBA-deildinni og þar á bæ vilja menn síður að hann spili á EM. Batum segist hafa tekið ákvörðun sem hann ætlar að greina frá eftir að tímabilinu í NBA lýkur.

Batum, sem er 28 ára framherji, er með 15,1 stig, 6,4 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik með Charlotte í vetur. Það er því ljóst að hann mun skilja eftir sig stórt skarð í liði Frakka.

Batum var í franska liðinu sem varð Evrópumeistari 2013, fékk silfur á EM 2011 og brons á EM 2015 og HM 2014.

Ísland og Frakkland mætast í 3. umferð riðlakeppninnar á EM 3. september. Þá verður íslenska liðið búið að mæta því gríska og pólska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×