Lífið

Falleg íslensk heimili: Bætast við tveir auka sumarmánuðir í Fossvogsdalnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einn eitt fallegt íslenskt heimili.
Einn eitt fallegt íslenskt heimili.

Nýr íslenskur þáttur hóf göngu sína á Stöð 2 fyrir nokkrum vikum og heitir hann Falleg íslensk heimili.

Þar fá sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili.

Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli. Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig.

Þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fá sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni. Í þriðja þættinum sem fór í loftið á sunnudagskvöldið fóru sérfræðingarnir í heimsókn í Daltúni í Kópavogi þar sem þær Ásthildur og Kara hafa komið sér vel fyrir.

Íbúðin er lítil en allt fermetrapláss er mjög vel nýtt en hún er stödd á besta stað í Fossvoginu. Íbúðin er verulega smekkleg og öll máluð í nokkuð dökkum litum sem skapar ákveðið andrúmsloft. Eigendurnir eru mjög ánægðar í Fossvoginum og segja þær að það bætist við tveir auka sumarmánuðir við árið í Fossvogsdalnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira