Lífið

Daðapeysurnar komnar í sölu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Daði hannaði merkingarnar sjálfur sem verða saumaðar á peysurnar.
Daði hannaði merkingarnar sjálfur sem verða saumaðar á peysurnar. Skjáskot
Margir hafa eflaust beðið eftir því og nú er loksins komið að því. Daði Freyr Pétursson, sem sló í gegn í Söngvakeppni sjónvarpsins og vöktu peysurnar mikla athygli.

Almenningur getur keypt peysu með mynd af Daða en líka hinum meðlimum Gagnamagnsins, Árnýju, Sigrúnu, Jóa, Stefán eða Huldu. 

Daði hannaði merkingarnar sjálfur sem verða saumaðar á peysurnar. Hægt er að panta peysur á vefsíðu Daða Freys, en þær verða einnig bráðum fáanlegar í verslunum Icewear.

Daði tilkynnti forsöluna á Facebook síðu sinni nú í hádeginu og með tilkynningunni fylgi stórskemmtilegur lagabútur sem Daði flutti.


Tengdar fréttir

Daði er ekki beint forfallinn Eurovision aðdáandi

Daði Freyr Pétursson keppir á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar ásamt sveitinni Gagnamagnið. Daði kveðst ekki vera orðinn stressaður en grunar að stressið muni læðast að honum þegar líður á kvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×