Innlent

Valgerður tjáir sig ekki

Snærós Sindradóttir skrifar
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki vilja tjá sig um ásakanir Benedikts.
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki vilja tjá sig um ásakanir Benedikts. vísir/GVA
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vill ekki tjá sig um fundinn sem Benedikt Sigurðarson greindi frá í Fréttablaðinu í gær.

Benedikt heldur því fram að árið 2003 hafi hann, sem fulltrúi Kaldbaks, átt fund með ráðherranum og greint frá því að franski bankinn Société Générale hefði aldrei haft í hyggju að fjárfesta í Búnaðarbankanum. Þóknunargreiðsla til bankans frá Samvinnutryggingum hafi verið send til félags í Lúxemborg í eigu Ólafs Ólafssonar og Samvinnutryggingar hafi ekki haft neitt sem hönd á festi til að sannreyna samstarf franska bankans við S-hópinn.

„Hún skellti á okkur hurðum og sakaði okkur um að við værum að bera sakir á aðra,“ sagði Benedikt um fundinn með Valgerði.

„Ég ætla ekkert að bregðast við þessu,“ sagði Valgerður í samtali við Fréttablaðið í gær. Aðspurð hvort hún neiti að fundurinn hafi átt sér stað segir Valgerður: „Hvernig á maður að muna það sem gerðist fyrir svona mörgum árum? Ég bregst bara ekki við þessu.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×