Enski boltinn

Hörður Björgvin og félagar ætla endurgreiða stuðningsmönnum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon fagnar hér sigurmarki sínu á moti Írum.
Hörður Björgvin Magnússon fagnar hér sigurmarki sínu á moti Írum. Vísir/Getty
Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City fengu stóran skell á útivelli á móti Preston North End í ensku b-deildinni í vikunni.

312 stuðningsmenn Bristol City fylgdu liðinu í leikinn á móti Preston North End aðeins til að verða vitni af 5-0 tapi.

Hörður Björgvin og félagar skamma sín svo mikið fyrir skellinn að þeir hafa boðist til að endurgreiða miðana sem stuðningsmenn liðsins keyptu á leikinn. Þetta kemur fram á Twitter-reikningi Bristol City í dag.  Leikmennirnir borgar þetta úr eigin vasa og fá hrós fyrir á samfélagsmiðlum.

Eftir þetta stóra tap er Bristol City í 21. sæti ensku b-deildarinnar og aðeins einu sæti fyrir ofan fallsætið.

Hörður Björgvin Magnússon, sem í vikunni áður tryggði íslenska landsliðinu sigur á Írum í vináttulandsleik, var ekki í byrjunarliði Bristol City en kom inn á sem varamaður á 57. mínútu.

Staðan var 3-0 fyrir Preston North End þegar Hörður Björgvin kom inná en heimamenn í Preston bætti við tveimur mörkum eftir að Hörður Björgvin kom inná sem varamaður.

Hörður Björgvin Magnússon er 24 ára gamall og á sínum fyrsta tímabili með Bristol City. Hann hafði áður spilað á Ítalíu með Spezia og Cesena sem fengu hann á láni frá Juventus.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×