Kim Kardashian er nýtt andlit snyrtivörulínu Pat McGrath

07. apríl 2017
skrifar

Fyrr í vikunni sýndu Kim Kardashian og förðunarfræðingurinn Pat McGrath að þær væru að vinna saman að leynilegu verkefni. Nú hefur loksins verið afhjúpað að Kim sé nýtt andlit nýrrar línu af augnskuggum frá McGrath. 

Allar þær snyrtivörur sem að Pat hefur gefið út á seinustu mánuðum hafa selst upp um leið, enda er hún af mörgum talin vera sú besta í bransanum. Vörurnar hennar eiga það flestar til að vera með mikið af glimmeri og þessi nýja augnskuggalína er engin undanteknin. 

Hægt er að nálgast augnskuggana og fleiri kynningarmyndbönd hér