Lífið

Þingmenn fengu allir miða í bíó

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorgerður Katrín fékk bíómiða.
Þorgerður Katrín fékk bíómiða.
Ásta Dís Guðjónsdóttir , Guðrún Bentsdóttir og Steindór J. Erlingsson frá Pepp Ísland – Samtökum fólks í fátækt, ásamt Benjamín Júlían, afhentu þingheimi í gær boðmiða á sýninguna I, Daniel Blake, sem verður tekin til sýninga í Bíó Paradís, í kvöld klukkan átta.

Myndin I, Daniel Blake lýsir raunum fólks af baráttu þeirra við opinbera kerfið og afhjúpar eitt skelfilegasta mein samfélagsins, fátæktina. Athugið að tekin verða frá sæti fyrir ráðherra og þingmenn, en annars verða sæti í boði svo lengi sem húsrúm leyfir.

Eftir sýningu myndarinnar verður efnt til umræðna þar sem eftirtaldir taka þátt:

Mikael Torfason, rithöfundur og blaðamaður

Steindór J. Erlingsson, vísindasagnfræðingur

Guðmundur Ingi Kristinsson, situr í kjarahópi ÖBÍ

Sanna Magdalena Mörtudóttir, meistaranemi í mannfræði

Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og samhæfingarstjóri Pepps á Íslandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×