Lífið

Leikarar þurfa að hafa þolinmæði

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Það skiptir mestu máli fyrir krakka að vera þau sjálf þegar þau mæta í prufur að sögn Óla.
Það skiptir mestu máli fyrir krakka að vera þau sjálf þegar þau mæta í prufur að sögn Óla. Fréttablaðið/Vilhelm
Hvaða atriði þurfa krakkar að hafa í huga þegar þau sækjast eftir þátttöku í kvikmyndum? Prufur fyrir myndir eða leikrit eru alltaf auglýstar með góðum fyrirvara. Því er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir þeim og skrá sig. Einnig er gott að vera skráður hjá umboðsskrifstofum eins og Snyrtilegur klæðnaður eða Eskimo.

Er nauðsynlegt fyrir krakka að hafa leikið áður? Nei, en öll slík reynsla nýtist að sjálfsögðu og gerir þau öruggari.

Hvaða hæfileikar eru mikilvægastir? Leikstjórar eru oftast að leita að krökkum sem eru hressir og jákvæðir. Mestu skiptir fyrir þau að vera þau sjálf.

Hvað er neikvæðast við að taka þátt í bíómynd? Að taka þátt í bíómynd er skemmtilegt. Hins vegar er einn kostur sem allir leikarar þurfa að hafa og sá er þolinmæði. Oft þarf að bíða lengi eftir því að röðin komi að manni að leika.

En jákvæðast? Að kynnast nýju og áhugaverðu fólki.

Hefur þú leikið í bíómynd? Já, nokkrum sinnum. Ég er lærður leikari en leikstýri líka og skrifa fyrir sjónvarp og bíó. Ég var til dæmist handritshöfundur að seríu 3 og 4 af Latabæ.

Varst þú barnastjarna? Nei, ég fékk í raun ekki áhuga á leiklist fyrr en ég var kominn í menntaskóla.

Hvernig gekk á námskeiðinu sem þú varst með?  Það mættu 27 krakkar og það var mjög gaman.

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaínu 8. apríl 2017






Fleiri fréttir

Sjá meira


×