Körfubolti

Sögulegt kvöld hjá LeBron en Cleveland tapaði þriðja leiknum í röð | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeBron James varð í nótt 7. stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði 26 stig í 99-93 tapleik Cleveland Cavaliers á móti Chicago Bulls á útivelli í nótt.

LeBron komst með stigunum í nótt upp í 28.599 frá því ferilinn hans í NBA hófst en hann fór upp fyrir Shaquille O'Neal með stigunum 26 sem hann skoraði á móti Bulls.

Kvöldið var því súrsætt fyrir besta körfuboltamann heims en liðið hans er að spila illa um þessar mundir. Það er búið að tapa þremur síðustu leikjum og sex af síðustu tíu en meistararnir eru í öðru sæti vestursins, hálfum sigri á eftir Boston Celtics.

Nikola Mirotic skoraði 28 stig og tók tíu fráköst fyrir Chicago og Jimmy Butler skoraði 25 stig fyrir heimamenn sem eru í níunda sæti austurdeildarinnar og berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni.

Úrslit næturinnar:

Detroit Pistons - Brooklyn Nets 90-98

Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 99-93

Minnesota Timberwolves - LA Lakers 119-104

Phoenix Suns - LA Clippers 118-124

Portland Trail Blazers - Houston Rockets 117-107

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×