Enski boltinn

Mkhitaryan: Lífið er tilgangslaust án erfiðleika

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mkhitaryan á fleygiferð í búningi United.
Mkhitaryan á fleygiferð í búningi United. vísir/getty
Armeninn Henrikh Mkhitaryan óttaðist aldrei um framtíð sína hjá Man. Utd þó svo hann hefði lítið sem ekkert fengið að spila með liðinu í upphafi leiktíðar.

Hann kom aðeins einu sinni af bekknum fyrsta tvo og hálfan mánuð tímabilsins. Stjóri United, Jose Mourinho, sagði hann þá ekki vera tilbúinn í átökin og að hann þyrfti að leggja harðar að sér.

„Lífið er tilgangslaust án erfiðleika. Það verða allir að geta tekist á við erfiðleika og ég er engin undantekning þar,“ sagði Mkhitaryan.

„Það var samt ekki erfitt fyrir mig að yfirstíga þessa erfiðleika því ég vissi að fyrr eða síðar myndi ég fá mitt tækifæri. Það tækifæri ætlaði ég svo að nýta mér. Fólk hefur lent í miklu stærri vandamálum en þetta en sama hvert vandamálið er þá verður maður að geta tekist á við það.“

Óhætt er að segja að hann hafi gert það enda verið einn besti leikmaður United á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×