Íslenski boltinn

Sjáðu þrennu Sigurðar Egils gegn ÍA | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður Egill Lárusson var í aðalhlutverki þegar Valur vann ÍA, 3-1, í uppgjöri toppliðanna í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í gær.

Sigurður Egill skoraði öll þrjú mörk bikarmeistaranna í leiknum á Valsvellinum í gær.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sigurður Egill braut ísinn á 31. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir góðan sprett og sendingu Kristins Inga Halldórssonar.

Staðan var 1-0 í hálfleik og allt fram á 73. mínútu þegar Sigurður Egill bætti sínu öðru marki við. Hann skoraði þá með skoti í slá og inn eftir sendingu Dions Acoff.

Þórður Þorsteinn Þórðarson minnkaði muninn í 2-1 með marki úr vítaspyrnu á 83. mínútu og gaf Skagamönnum von.

En Sigurður Egill slökkti þann vonarneista þegar hann skoraði annað mark sitt á lokamínútunni, aftur eftir sendingu frá Dion.

Sigurður Egill, sem lék sína fyrstu A-landsleiki fyrr á árinu, er alls kominn með sjö mörk í Lengjubikarnum í vetur.

Valsmenn unnu alla fimm leiki sína í riðli 3 með markatölunni 17-7. Ekkert lið skoraði fleiri mörk í riðlakeppni A-deildar Lengjubikars karla en Valur.

Valsmenn mæta annað hvort Grindavík, Stjörnunni með Breiðabliki í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×