Enski boltinn

Nýi búningsklefi Liverpool-liðsins lítur svona út | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Fésbókarsíða Liverpool
Anfield, heimavöllur enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, hefur gengið í gegnum talsverðar breytingar síðustu mánuði enda ákvað félagið að stækka aðalstúku vallarins verulega.

Allar aðstæður leikmanna utan vallar hafa líka breyst og batnað verulega. Sjónvarpsáhorfendur hafa meðal annars séð að gangurinn að leikvanginum og „This is Anfield“ skiltinu er nú miklu breiðari og rúmbetri en hann varð áður.

Liverpool hefur tekið stúkuna í notkun fyrir löngu en verktakar hafa verið að klára aðra hluti nýju byggingarinnar.

Meðal þess er nýi búningsklefi Liverpool-liðsins sem hefur nú verið tekinn í notkun en hann var kláraður fyrir derby-slaginn á móti Everton sem fram fer í hádeginu á morgun.  Leikurinn hefst klukkan 11.30 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Liverpool-fólk er ánægt með útkomunum og leyfði stuðningsmönnum að gægjast inn í nýja klefann í myndbandi á fésbókarsíðu Liverpool FC. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×