Körfubolti

Martin með 9-7-6-8 línu í sigri í Nantes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. vísir/stefán
Martin Hermannsson og félagar í Charleville-Mézieres enduðu tveggja taphrinu í kvöld þegar liðið vann ellefu  stiga útisigur á Nantes, 79-68.

Charleville-Mézieres vann fyrsta leikhlutann 24-18 og var síðan einu stigi yfir í hálfleik, 41-40. Martin og félagar lögðu grunninn að sigrinum með því að vinna þriðja leikhlutann 19-7 og komast þrettán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann.

Martin hitti ekki vel í kvöld, aðeins 3 af 12 skotum, en hann endaði leikinn með 9 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Martin var einnig með 8 tapaða bolta og var því nálægt því að vera með fernu í þessum leik.

Þrátt fyrir að Martin hafi verið mörg misheppnuð skot og marga tapaða bolta í kvöld þá munaði mikið um hann eins og sést ekki síst á því að liðið vann leikinn með 20 stigum þegar hann var inn á vellinum.

Martin hvíldi aðeins í þrjár mínútur en þeim tapaði liðið með 9 stigum. Það munaði því 29 stigum á því hvort hann var inná vellinum eða á bekknum.

Charleville-Mézieres hafði tapað tveimur leikjum í röð og var komið niður í sjötta sæti deildarinnar. Það er stutt á milli liðanna í töflunni og því kom þessi sigur sér vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×