Lífið

Áratugi eftir slysið hræðilega kastaðist Richard Hammond af mótorhjóli og rotaðist

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hammond hefur áður lent í skelfilegu slysi.
Hammond hefur áður lent í skelfilegu slysi.

Richard Hammond meiddist illa eftir að hafa kastast af mótorhjóli við tökur í Mósambík.

Hammond er einn af þremur þáttastjórnendum þáttanna The Grand Tour sem framleiddir eru af Amazon. Flestir þekkja hann úr Top Gear á BBC.

Árið 2006 var Hammond nærri dauða en lífi ef atvik sem átti sér stað við upptökur á Top Gear þætti eftir að hann missti stjórn á bifreið á rúmlega 400 kílómetra hraða. Bíllinn fór margar veltur áður en hann hafnaði loks á hvolfi. Hlaut Richard alvarlega höfuðáverka og lá í margar vikur á spítala.

Um helgina mun Hammond hafa rotast og var útlitið nokkuð slæmt á tímabili. Þessui 47 ára sjónvarpsmaður var ekki fluttur á sjúkrahús og hefði þetta getað endað mun ver.

„Hann meiddist töluvert mikið,“ segir Jeremy Clarkson, samstarfsmaður hans, í samtali við The Sun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira