Enski boltinn

Mourinho segist ekki hafa verið að skoða leikmenn í Króatíu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var óvænt mættur á leik Króatíu og Úkraínu á föstudaginn en enskir fjölmiðlar voru fljótir að grafa upp ástæður fyrir mætingu þess portúgalska á leikinn.

Var greint frá því að hann hefði verið á leiknum til að ræða við umboðsmenn króatíska kantmannsins Ivan Perisic sem leikur með Inter Milan en hann tók út leikbann í leiknum.

Mourinho segir ekkert til í þeim sögusögnum og að hann hafi aðeins farið til að komast í smá frí og hitta gamla vini.

„Ég þarf ekkert að fara í felur með neitt, ég kom til að nýta frídagana vel og að hitta gamla vini eins og Predrag Mijatovic og Davor Suker. Maður þarf ekki að fara lengur á leiki til að afla sér upplýsinga um leikmenn, maður þekkir þá leikmenn sem skipta máli,“ sagði Mourinho sem skaut á veðurfarið í Manchester að lokum.

„Ég kom til að slaka aðeins á og njóta veðursins í Króatíu, þetta er allt annað en þessi sífellda rigning í Manchester,“ sagði Mourinho léttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×